Bera lítið traust til Bjarna og Sigmundar Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. mars 2014 20:41 Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014 Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014
Mín skoðun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira