Sven Erik Renaa frá Noregi er Food & Fun kokkur ársins 2014 en hann var krýndur við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag.
Lokakeppni matarhátíðarinnar fór fram í Hörpu en í kringum 15-18.000 þúsund manns voru þar saman komin á Food & Fun ásamt mataramarkaði Búrsins og Bændaþingi Bændasamtakanna.
Sven er gestakokkur á VOX á Food & Fun og er margverðlaunaður kokkur en hann rekur veitingastaðinn Renaa Resturant í Stavanger.
Paul Cunningham frá Bretlandi lenti í 2. sæti en hann starfar nú á Grillinu og Thomas Lorentzen frá Danmörku lenti í 3. sæti.
