Von er á nýrri plötu frá rapparanum í júní en hún heitir Animal Ambition. Til þess að fagna væntanlegri útgáfu gaf 50 út tvö myndbönd í gær, Hold on og Don't Worry Bout It.
Svo virðist sem 50 hafi í nægu að snúast um þessar mundir, en hann tilkynnti einnig í samtali við Huffington Post að hann ætli að gefa út plötuna Street King Immortal síðar á þessu ári.