Óumbeðin Tesla-auglýsing tryggði framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 16:53 Tesla Model S. Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent