Handbolti í Skaftahlíð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. mars 2014 09:14 Tónlist Creed er tekið opnum örmum á fréttastofunni. vísir/getty Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfsmenn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstandendur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vanalega ekki "sá sem kjaftar frá" en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifjaði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast? Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfsmenn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstandendur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vanalega ekki "sá sem kjaftar frá" en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifjaði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast?
Tónlist Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira