Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. mars 2014 10:20 Lewis Hamilton í tímatökunni í morgun. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Það helli rigndi fyrir tímatökuna. Henni var frestað um 50 mínútur. Vatnið á brautinni gerði hana óökuhæfa. Í rakanum og hitanum þornaði brautin mjög hratt og flestir ökumenn fóru því af stað í fyrstu lotu á milliregndekkjum. „Það var nánast ómögulegt að sjá á brautinni.“ Sagði Lewis Hamilton eftir tímatökuna. Vettel sagðist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Þriðja sætið er góður staður til að vera á. Keppnin á morgun er löng, það er aldrei að vita hvað veðrið mun gera á morgun.“ Sagði Nico Rosberg. Það rigndi í lok fyrstu lotu, rauðum flöggum var veifað þegar 35 sekúndur voru eftir vegna Marcus Ericsson. Hann missti grip og endaði á vegriði. Þar með lauk lotunni. Í fyrstu lotunni detta 6 hægustu ökumennirnir út. Í morgun voru það: Pastor Maldonado, Adrian Sutil, Jules Bianchi, Kamui Kobayashi, Max Chilton og Marcus Ericsson.Daniil Kvyat í bílskúrnum eftir áreksturinn við Alonso.Vísir/GettyÞað rigndi á milli fyrstu og annarar lotu. Það leiddi til þess að flestir fóru af stað á regndekkjum. Rauðum flöggum var veifað í annari lotu þegar Daniil Kvyat á Toro Rossa ók á Fernando Alonso á Ferrari. Framfjöðrun á bíl Alonso brotnaði en Ferrari tókst að laga það í tæka tíð. Eftir aðra lotu standa tíu hröðustu ökumennirnir eftir. Báðir Williams bílarnir duttu út sem voru mikil vonbrigði fyrir liðið. Þeir sex sem duttu þar út voru: Daniil Kvyat, Esteban Gutierrez, Felipe Massa, Sergio Perez, Valtteri Bottas og Romain Grosjean. Þriðja lotan hófst á því að Kevin Magnussen á McLaren reyndi að fara út á milliregndekkjum. Hann kom inn til að fara á regndekk eftir fyrsta hring. Liðsfélagi hans, Jenson Button fór út á notuðum milliregndekkjum en kom inn eftir fyrsta hring. Þá fór hann á ný milliregndekk. Keppnin verður á Stöð 2 Sport klukkan 7:30 í fyrramálið.Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eftir tímatökuna í morgun.Vísir/Getty1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Sebastian Vettel - Red Bull 3.Nico Rosberg - Mercedes 4.Fernando Alonso - Ferrari 5.Daniel Ricciardo - Red Bull 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Nico Hulkenberg - Force India 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 10.Jenson Button - McLaren 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Esteban Gutierrez - Sauber 13.Felipe Massa - Williams 14.Sergio Perez - Force India 15.Valtteri Bottas - Williams 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Pastor Maldonado - Lotus 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Jules Binachi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Marcus Ericsson - Marussia Formúla Tengdar fréttir Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. 23. mars 2014 18:45 Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Það helli rigndi fyrir tímatökuna. Henni var frestað um 50 mínútur. Vatnið á brautinni gerði hana óökuhæfa. Í rakanum og hitanum þornaði brautin mjög hratt og flestir ökumenn fóru því af stað í fyrstu lotu á milliregndekkjum. „Það var nánast ómögulegt að sjá á brautinni.“ Sagði Lewis Hamilton eftir tímatökuna. Vettel sagðist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Þriðja sætið er góður staður til að vera á. Keppnin á morgun er löng, það er aldrei að vita hvað veðrið mun gera á morgun.“ Sagði Nico Rosberg. Það rigndi í lok fyrstu lotu, rauðum flöggum var veifað þegar 35 sekúndur voru eftir vegna Marcus Ericsson. Hann missti grip og endaði á vegriði. Þar með lauk lotunni. Í fyrstu lotunni detta 6 hægustu ökumennirnir út. Í morgun voru það: Pastor Maldonado, Adrian Sutil, Jules Bianchi, Kamui Kobayashi, Max Chilton og Marcus Ericsson.Daniil Kvyat í bílskúrnum eftir áreksturinn við Alonso.Vísir/GettyÞað rigndi á milli fyrstu og annarar lotu. Það leiddi til þess að flestir fóru af stað á regndekkjum. Rauðum flöggum var veifað í annari lotu þegar Daniil Kvyat á Toro Rossa ók á Fernando Alonso á Ferrari. Framfjöðrun á bíl Alonso brotnaði en Ferrari tókst að laga það í tæka tíð. Eftir aðra lotu standa tíu hröðustu ökumennirnir eftir. Báðir Williams bílarnir duttu út sem voru mikil vonbrigði fyrir liðið. Þeir sex sem duttu þar út voru: Daniil Kvyat, Esteban Gutierrez, Felipe Massa, Sergio Perez, Valtteri Bottas og Romain Grosjean. Þriðja lotan hófst á því að Kevin Magnussen á McLaren reyndi að fara út á milliregndekkjum. Hann kom inn til að fara á regndekk eftir fyrsta hring. Liðsfélagi hans, Jenson Button fór út á notuðum milliregndekkjum en kom inn eftir fyrsta hring. Þá fór hann á ný milliregndekk. Keppnin verður á Stöð 2 Sport klukkan 7:30 í fyrramálið.Nico Rosberg, Lewis Hamilton og Sebastian Vettel eftir tímatökuna í morgun.Vísir/Getty1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Sebastian Vettel - Red Bull 3.Nico Rosberg - Mercedes 4.Fernando Alonso - Ferrari 5.Daniel Ricciardo - Red Bull 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Nico Hulkenberg - Force India 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 10.Jenson Button - McLaren 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Esteban Gutierrez - Sauber 13.Felipe Massa - Williams 14.Sergio Perez - Force India 15.Valtteri Bottas - Williams 16.Romain Grosjean - Lotus 17.Pastor Maldonado - Lotus 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Jules Binachi - Marussia 20.Kamui Kobayashi - Caterham 21.Max Chilton - Marussia 22.Marcus Ericsson - Marussia
Formúla Tengdar fréttir Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. 23. mars 2014 18:45 Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Framfarir Red Bull hughreysta Vettel Þrátt fyrir skelfilega helgi í Ástralíu þar sem fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hóf keppni í 13. sæti horfir nú til betri vegar. 23. mars 2014 18:45
Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47