Bíó og sjónvarp

Yfirgefur fjölskylduna til að gerast rokkstjarna

Meryl Streep
Meryl Streep Vísir/Getty
Orðrómur þess efnis að Meryl Streep komi til með að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd eftir Diablo Cody, í leikstjórn Jonathan Demme flýgur nú fjöllum hærra í Hollywood.

Demme fékk Óskarsverðlaun fyrir að leikstýra kvikmyndinni The Silence of the Lambs, með Anthony Hopkins í aðalhluverki, og Diablo Cody fékk einnig Óskarsverðlaun fyrir handritið að kvikmyndinni Juno, með Ellen Paige í aðalhlutverki.

Streep hefur unnið til þriggja Óskarsverðlauna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Streep og Demme vinna saman að kvikmynd, því Streep lék í Manchurian Candidate endurgerðinni, sem Demme leikstýrði.

Í þessari nýju kvikmynd kemur Streep til með að leika konu sem yfirgaf fjölskyldu sína þegar hún var yngri til þess að gerast rokkstjarna. Áratugum síðar, snýr hún aftur til þess að reyna að verða móðir barnanna sem hún yfirgaf á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.