Matt Every stal sigrinum á Bay Hill 23. mars 2014 22:54 Matt Every fagnar titlinum í kvöld. AP/Vísir Bandaríkjamaðurinn Matt Every sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fór á Bay Hill vellinum og kláraðist í kvöld. Every hafði áður leikið í 93 mótum án þess að sigra en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Lokahringur upp á 70 högg eða tvo undir pari tryggði honum sigur á þessu sögufræga móti en í öðru sæti kom Keegan Bradley á 12 undir.Adam Scott á eflaust eftir að vilja gleyma lokahringnum sem fyrst en eftir að hafa leitt mótið frá fyrsta hring, þar sem hann setti glæsilegt vallarmet, gekk nánast ekkert upp hjá Ástralanum í dag. Hann kom inn á 76 höggum og endaði að lokum í þriðja sæti á samtals 11 höggum undir pari. Every var augljóslega í skýjunum eftir að hafa sigrað á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni. „Það er mögnuð tilfinning að sigra loksins mót á meðal þeirra allra bestu,“ sagði Every í viðtali við fréttamenn eftir hringinn í dag. „Ég hreinlega trúi því ekki ennþá að ég hafi unnið, þetta er svo mikill heiður. Ég er aðeins þrítugur og enn að taka framförum, vonandi er þetta aðeins byrjunin hjá mér.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Valero Texas Open, fer fram á TPC San Antonio vellinum í Texas og hefst á fimmtudaginn. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matt Every sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fór á Bay Hill vellinum og kláraðist í kvöld. Every hafði áður leikið í 93 mótum án þess að sigra en hann lék hringina fjóra á samtals 13 höggum undir pari. Lokahringur upp á 70 högg eða tvo undir pari tryggði honum sigur á þessu sögufræga móti en í öðru sæti kom Keegan Bradley á 12 undir.Adam Scott á eflaust eftir að vilja gleyma lokahringnum sem fyrst en eftir að hafa leitt mótið frá fyrsta hring, þar sem hann setti glæsilegt vallarmet, gekk nánast ekkert upp hjá Ástralanum í dag. Hann kom inn á 76 höggum og endaði að lokum í þriðja sæti á samtals 11 höggum undir pari. Every var augljóslega í skýjunum eftir að hafa sigrað á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni. „Það er mögnuð tilfinning að sigra loksins mót á meðal þeirra allra bestu,“ sagði Every í viðtali við fréttamenn eftir hringinn í dag. „Ég hreinlega trúi því ekki ennþá að ég hafi unnið, þetta er svo mikill heiður. Ég er aðeins þrítugur og enn að taka framförum, vonandi er þetta aðeins byrjunin hjá mér.“ Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Valero Texas Open, fer fram á TPC San Antonio vellinum í Texas og hefst á fimmtudaginn.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira