Russell Crowe brotnaði saman á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. mars 2014 11:46 Crowe í hlutverki sínu í Noah. Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsir því hvernig hann brotnaði saman og grét á tökustað kvikmyndarinnar Noah sem tekin var hér á landi að hluta. Í samtali við Daily Mail segir hann að atriði þar sem hann dettur í sjóinn hafi gert útslagið. „Ég ofkældist. Þegar tökum á atriðinu lauk lá ég á steinum og gat ekki staðið upp,“ segir leikarinn um atvikið. „Ég gat ekki hætt að skjálfa og ég gat ekki hætt að gráta.“ Hann segir sjö eða átta manns hafa breitt yfir sig teppi og sest síðan ofan á sig þar til hann jafnaði sig. „Þau föðmuðu mig til þess að reyna að fá mig til að hætta að skjálfa.“ Crowe segir það ekki bara hafa verið líkamlegt álag sem olli því að hann grét. Hann hafði nýlega fengið fregnir af því að eiginkona hans til ellefu ára vildi skilnað. „Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur og að við þyrftum að setjast niður með börnunum okkar og segja þeim það.“ Hann jafnaði sig þó á endanum og ýtti fólkinu ofan af sér. Þegar hann var spurður hvort hann vildi eitthvað bað hann um vínglas. Haldin var sérstök viðhafnarsýning á Noah í Sambíóunum þann 18. mars en hún fer í almennar sýningar hér á landi og í Bandaríkjunum um næstu helgi. Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsir því hvernig hann brotnaði saman og grét á tökustað kvikmyndarinnar Noah sem tekin var hér á landi að hluta. Í samtali við Daily Mail segir hann að atriði þar sem hann dettur í sjóinn hafi gert útslagið. „Ég ofkældist. Þegar tökum á atriðinu lauk lá ég á steinum og gat ekki staðið upp,“ segir leikarinn um atvikið. „Ég gat ekki hætt að skjálfa og ég gat ekki hætt að gráta.“ Hann segir sjö eða átta manns hafa breitt yfir sig teppi og sest síðan ofan á sig þar til hann jafnaði sig. „Þau föðmuðu mig til þess að reyna að fá mig til að hætta að skjálfa.“ Crowe segir það ekki bara hafa verið líkamlegt álag sem olli því að hann grét. Hann hafði nýlega fengið fregnir af því að eiginkona hans til ellefu ára vildi skilnað. „Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur og að við þyrftum að setjast niður með börnunum okkar og segja þeim það.“ Hann jafnaði sig þó á endanum og ýtti fólkinu ofan af sér. Þegar hann var spurður hvort hann vildi eitthvað bað hann um vínglas. Haldin var sérstök viðhafnarsýning á Noah í Sambíóunum þann 18. mars en hún fer í almennar sýningar hér á landi og í Bandaríkjunum um næstu helgi.
Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein