Þjóðverjar heillast af Jójó 20. mars 2014 19:00 Steinunn Sigurðardóttir og Guðrún Vilmundardóttir Vísir/Úr einkasafni/Anton Brink Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat. Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat.
Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira