Knúz boðar til leikfangabrennu Bjarki Ármannsson skrifar 1. apríl 2014 09:00 Brennan á að fara fram á bílastæði Kringlunnar. Vísir/GVA Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Vefsíðan Knúz.is hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem boðað er til leikfangabrennu í Hagkaupum í Kringlunni í dag. Þessi aðgerð er sögð „sú fyrsta af mörgum“ með það að markmiði að „útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað.“ Kári Emil Helgason, meðlimur í ritstjórn Knúz, segir aðstandendum síðunnar, sem titlar sig femínískt vefrit, einfaldlega nóg boðið. „Það sem fyllti mælinn er bara það sem hefur verið í gangi undanfarið,“ segir hann í samtali við Vísi og vísar til umfjöllunar um netummæli Hildar Lilliendahl og pistils Evu Hauksdóttur um femínisma. „Það hefur kallað á aðgerðir.“ Í yfirlýsingunni segir að hópurinn ætli í dag að „taka til í leikfangadeildinni,“ klæða karldúkkur í kjóla og „fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt“ og að því sem ekki verður breytt verði brennt á bílastæðinu á annarri hæð. „Við eigum allt eins von á að það komi til átaka,“ segir Kári, aðspurður um hvaða viðbrögðum hann eigi von á við aðgerðunum. „Við erum undirbúin fyrir átök.“ Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segist vera orðlaus yfir þessum tíðindum og finnst þetta fullangt gengið fyrir málstaðinn. „Við verðum að taka þessum hlutum alvarlega,“ segir Baldvina. „Við verðum á varðbergi með öryggisgæslu okkar, bæði í Hagkaup og Kringlunni sjálfri.“ Yfirlýsing Knúz í heild sinni er svohljóðandi:Knúzið hefur fengið nóg. Í dag tökum við okkur frí frá borgaralegum pistlaskrifum og grípum til raunverulegra aðgerða.Við höfum skrifað ótal pistla, látið dæluna ganga á ótal spjallþráðum, fléttað framboðslista og fundað um femínisma en allt kemur fyrir ekki. Sala og markaðssetning á klám- og stríðsvæddum leikföngum er með öllu óásættanleg, prinsessur og ofurhetjur sem veita öfgakennd skilaboð til barnanna okkar um hegðun og framkomu.Aðgerðirnar munu fara fram í Hagkaupum í Kringlunni í hádeginu í dag. Þar munum við taka til í leikfangadeildinni og breyta framboðinu í anda þess samfélags sem við viljum. Við munum klæða vöðvastælta stríðsmenn í kjóla og fáklæddar prinsessur í hlý og notaleg föt. Við munum engu eira, því sem ekki verður breytt verður kveikt í á leikfangabrennu á bílastæðinu á annarri hæð.Þessi aðgerð er aðeins sú fyrsta af mörgum. Fyrir liggur að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað til þess eins að skaða börnin okkar, barnabörn og samfélagið í heild.Mætum öll í Hagkaup í Kringlunni í dag. Látum greipar sópa og gerum gagn. Sjáumst kl. 12.00. Kveikt verður upp í brennunni kl. 12.30.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira