Í síðustu viku gaf lögreglan út tilkynningu þess efnis að taka ætti rannsóknina á sjálfsmorði söngvarans upp aftur en ekkert fannst í gögnum málsins sem gefur tilefni til þess.
Á myndunum sem skoða má á vefsíðu CBS News sést til dæmis orðsending sem Kurt skrifaði rétt áður en hann tók líf sitt og einkamunir rokkarans.
Hljómsveit Kurts, Nirvana, verður vígð inn í fræðgarhöll rokksins í Barclays Center í Brooklyn þann 10. apríl ásamt Kiss, Peter Gabriel, Hall and Oates, Cat Stevens og Lindu Ronstadt.
