Nissan í stað Ford í Meistaradeildinni Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 10:00 Ford hefur lengi verið stuðningsaðili Meistaradeildarinnar. Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent
Undanfarin ár hefur Ford verið stór kostunaraðili Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en mun hætta stuðningi sínum við keppnina frá og með úrslitaleik keppninnar í Lissabon 24. maí í vor. Það verður annar bílaframleiðandi sem tekur við kefli Ford, þ.e. Nissan. Nissan hefur uppi þau áform að verða söluhæsti bílaframleiðandi frá Asíu í Evrópu og er stuðningurinn við keppni Meistaradeildarinnar í Evrópu liður í því. Nissan á þó langt í land með að ná Toyota í sölu í álfunni því Toyota seldi 518.546 bíla í Evrópu í fyrra, en Nissan 422.213 bíla. Hyundai var reyndar einnig örlítið söluhærra en Nissan með 422.930 selda bíla. Nissan áætlar talsvert aukna sölu bíla sinna í Evrópu í ár með tilkomu nýs Qashqai og smávaxins glænýs fólksbíls sem stutt er í að verði kynntur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað stuðningssamningurinn muni kosta Nissan en talið er að það nemi 8,5 milljarð króna á ári. Samningur Nissan er til fjögurra ára, hefst keppnistímabilið 2014-15 og líkur 2017-18.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent