Jones vippaði ofan í fyrir sigri af 40 metra færi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:19 Matt Jones verður með á Masters. Vísir/Getty Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira