Spennandi lokadagur framundan á Kraft Nabisco meistaramótinu 6. apríl 2014 12:28 Lexi Thompson á þriðja hring á Mission Hills í gær. AP/Vísir Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikil spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu sem fram fer á hinum glæsilega Mission Hills velli í Kaliforníu. Efstar í fyrsta sæti eru Michelle Wie og Lexi Thompson en þær eru báðar á tíu höggum undir pari. Jafnar í þriðja sæti eru þær Se Ri Pak og Carley Hull á átta höggum undir en margir þekktir kylfingar eru þar á eftir sem gætu blandað sér í baráttuna um sigurinn með góðum hring í dag. Þar má helst nefna Cristie Kerr sem er sex undir, Shanshan Feng á fimm höggum undir og Stacy Lewis á fjórum höggum undir pari. Eitt er víst að það verður spennandi að fylgjast með lokahollinu í kvöld en Michelle Wie og Lexi Thompson eru meðal vinsælustu kvenkylfinga heims. Wie hefur unnið tvisvar á LPGA mótaröðinni á átta ára atvinnumannaferli sem þykir ekki mikið miðað við hversu efnileg hún þótti þegar að hún kom fyrst fram á sjónvarsviðið sem unglingur. Þá er oft talað um Lexi Thompson sem framtíð kvennagolfsins en þrátt fyrir að vera nýorðin 19 ára gömul hefur hún sigrað fjögur stór mót, það fyrsta á LPGA-mótaröðinni 16 ára gömul. Þá var hún einnig yngsti kvenkylfingurinn í sögunni til þess að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, þá aðeins 12 ára. Sýnt verður beint frá lokahringnum á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 22:00.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira