Íslandsmótið í 50 metra laug hófst í Laugardalnum í dag. Hrafnhildur Lúthersdóttir sló fyrsta Íslandsmet helgarinnar í gær en fleiri met eiga eflaust eftir að falla.
Metið setti hún í 100 metra bringusundi. Hún synti á 1:08,62 mínútu en fyrra met hennar var 1:09,48 mínúta. Það met setti hún á sama móti fyrir ári síðan.
Önnur afrekssundkona, Eygló Ósk Gústafsdóttir, sigraði í 200 metra baksundinu á 2:11,72 mínútum en Íslandsmet hennar frá því í mars er 2:10,74.
Fjölnismaðurinn Daníel Hannes Pálsson er búinn að fá tvö gullverðlaun en í kvöld vann hann 200 metra flugsundið en hann hafði áður fengið gull í 400 metra skriðsundi.
