Gísli Marteinn kominn inn í Harvard Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2014 18:17 Gísli Marteinn Baldursson. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi." Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi."
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira