Adam Scott: Finnst eins og ég sé í toppformi 10. apríl 2014 15:30 Græna jakkanum fylgja ýmsar skyldur. Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“ Golf Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“
Golf Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira