Sneggsti Smart-bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2014 10:23 Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent
Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent