Lögsækir fórnarlömb sín Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2014 09:54 Ökuníðingurinn krefst 150 milljóna króna frá foreldrum fórnarlamba sinna. Jalopnik Sharlene Simon frá Ontario í Kanada ók niður 3 unglinga sem leiddi til dauða eins þeirra og slösunar hinna tveggja. Auk þess ók hún of hratt og var líklega að tala í símann á meðan. Engu að síður hefur hún kært foreldra unglinganna og krefst 1,35 milljóna dollara í skaðabætur fyrir þá vanlíðan sem hún hefur þurft að glíma við síðan. Margar ákærur geta víst talist undarlegar vestanhafs en kannski toppar þessi allt. Sharlene rökstyður mál sitt í fyrsta lagi með því að unglingunum hafi ljáðst að taka eftir því að hún ók hratt og í öðru lagi með því kæruleysi þeirra að vera á reiðhjólum en ekki varin af tonnum af stáli eins og hún sjálf með bíl sínum. Auk þessara staðreynda hafi hún hafi þjást af þunglyndi, skapstyggð og streitu allt frá óhappinu. Lögfræðingur fórnarlambanna segir að aldrei hafi hann á starfsævi sinni litið eins óformskammaða ákæru og kröfu og að hann hafi átt í erfiðleikum með því að segja foreldrum unglinganna frá henni. Sharlene Simon beit síðan höfuðið af skömminni með því að ákæra einnig yfirvöld í sýslu hennar fyrir að tryggja ekki öryggi akvega sýslunnar. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent
Sharlene Simon frá Ontario í Kanada ók niður 3 unglinga sem leiddi til dauða eins þeirra og slösunar hinna tveggja. Auk þess ók hún of hratt og var líklega að tala í símann á meðan. Engu að síður hefur hún kært foreldra unglinganna og krefst 1,35 milljóna dollara í skaðabætur fyrir þá vanlíðan sem hún hefur þurft að glíma við síðan. Margar ákærur geta víst talist undarlegar vestanhafs en kannski toppar þessi allt. Sharlene rökstyður mál sitt í fyrsta lagi með því að unglingunum hafi ljáðst að taka eftir því að hún ók hratt og í öðru lagi með því kæruleysi þeirra að vera á reiðhjólum en ekki varin af tonnum af stáli eins og hún sjálf með bíl sínum. Auk þessara staðreynda hafi hún hafi þjást af þunglyndi, skapstyggð og streitu allt frá óhappinu. Lögfræðingur fórnarlambanna segir að aldrei hafi hann á starfsævi sinni litið eins óformskammaða ákæru og kröfu og að hann hafi átt í erfiðleikum með því að segja foreldrum unglinganna frá henni. Sharlene Simon beit síðan höfuðið af skömminni með því að ákæra einnig yfirvöld í sýslu hennar fyrir að tryggja ekki öryggi akvega sýslunnar.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Innlent