„Trúi því ekki að þetta sé tilviljun“ Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2014 20:00 Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður. HönnunarMars Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður.
HönnunarMars Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira