Sjálfhreinsandi bílalakk Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 09:15 Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent
Nissan er nú að prófa sérstaka lakkáferð á bíla sem hefur þá eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Þessi lakkáferð byggir á nano-tækni en efnið er vatnsfráhrindandi og hrindir einnig frá sér efnum sem innihalda fitu. Efninu er sprautað yfir fullmálaða bíla í þunnu lagi og breytir ekki lit þeirra. Hreint magnað er að sjá hvernig öll óhreinindi drjúpa strax af bílnum og ekkert loðir við þá. Þetta nýja efni er ennþá í prófunum hjá Nissan og engin reynsla komin á það hvort efnið endist lengi eða hvernig það stendur sig við mismunandi aðstæður. Því er ekki svo komið að Nissan muni bjóða nýja bíla sína með þessu yfirborðsefni alveg á næstunni, en ef prófanir reynast jákvæðar yrði fátt því til fyrirstöðu. Ekki er heldur ólíklegt að boðið verði uppá húðun eldri bíla með efninu. Sjá má virkni þessa nýja efnis í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent