Tónleikaferðalagið um Ástralíu átti að hefjast á fimmtudaginn kemur en nýjar dagsetningar verða gefnar upp á næstunni.
Hin 17 ára gamla Lorde hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Suður Ameríku, þá kom hún fram á Coachella Valley Music and Arts hátíðinni um páskana.
Hún skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári með laginu Royals og hefur haft í nógu að snúast síðan þá.