Stjörnufans á fyrsta Demantamóti ársins í Doha Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 10:15 Shelly-Ann Fraser-Pryce er fljótasta kona heims. Vísir/Getty Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Sjá meira
Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Sjá meira