Hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans 8. maí 2014 12:39 Gísli Halldór Halldórsson hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans. Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira