Daníel hættir sem bæjarstjóri Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 12:14 Ísafjörður fær nýjan bæjarstjóra vísir/pjetur Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira