Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins.
Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára.
