Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Karl Lúðvíksson skrifar 5. maí 2014 18:49 Laxi landað í Kvíslafossi í Laxá í Kjós Mynd: www.hreggnasi.is Veiðifélag Kjósarhrepps og Veiðifélagið Hreggnasi ehf hafa framlengt samning um veiðirétt Laxár í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára. Laxá í Kjós og Bugða eru meðal þekktustu og gjöfulustu laxveiðiáa landsins en heildarveiðin í ánni í fyrra var 1281 lax. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og sleppihlutfallið á veiddum laxi er með því hæsta á landinu. Hreggnasi hefur haft aðkomu að vatnasvæðinu frá árinu 2006. Á þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á aðbúnaði veiðimanna, ekki síst með byggingu glæsilegs veiðihúss árið 2007. Eins hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi veiða á vantasvæðinu sem fallið hafa veiðimönnum vel í geð, því sala veiðileyfa fyrir sumarið hefur gengið mjög vel. Vorveiðin verður áfram á boðstólnum en hún er einkar eftirsótt og dæmi eru um að veiðimenn sem vilja veiða hana á næsta ári að vori til séu þegar farnir að reyna festa sér daga enda komast þarna færri að en vilja. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Veiðifélag Kjósarhrepps og Veiðifélagið Hreggnasi ehf hafa framlengt samning um veiðirétt Laxár í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára. Laxá í Kjós og Bugða eru meðal þekktustu og gjöfulustu laxveiðiáa landsins en heildarveiðin í ánni í fyrra var 1281 lax. Eingöngu er veitt á flugu í ánni og sleppihlutfallið á veiddum laxi er með því hæsta á landinu. Hreggnasi hefur haft aðkomu að vatnasvæðinu frá árinu 2006. Á þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á aðbúnaði veiðimanna, ekki síst með byggingu glæsilegs veiðihúss árið 2007. Eins hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi veiða á vantasvæðinu sem fallið hafa veiðimönnum vel í geð, því sala veiðileyfa fyrir sumarið hefur gengið mjög vel. Vorveiðin verður áfram á boðstólnum en hún er einkar eftirsótt og dæmi eru um að veiðimenn sem vilja veiða hana á næsta ári að vori til séu þegar farnir að reyna festa sér daga enda komast þarna færri að en vilja.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði