Flores og Cabrera jafnir í efsta sæti á Wells Fargo 3. maí 2014 12:46 Martin Flores hefur verið öflugur á Quail Hollow. AP/Getty Martin Flores og Angel Cabrera deila forystusætinu á Wells Fargo meistaramótinu sem fram fer á Quail Hollow vellinum í Norður-Karólínu þegar að mótið er hálfnað. Eftir tvo hringi eru þeir báðir á níu höggum undir pari en í þriðja sæti á átta höggum undir pari er US Open meistarinn Justin Rose. Bandaríkjamennirnir J.B. Holmes og Shawn Stefani koma næstir og eru jafnir í fjórða sæti á sjö höggum undir pari. Tvö stærstu nöfnin í mótinu, Phil Michelson og Rory McIlroy áttu alls ekki góðu gengi að fagna á öðrum hring eftir að hafa byrjað mótið vel. Mickelson lék fyrsta hring á fimm höggum undir pari en kom inn á 75 höggum á þeim öðrum, þremur höggum yfir pari og er jafn í 30. sæti á tveimur höggum undir pari. McIlroy lék á 76 höggum í gær og rétt komst í gegn um niðurskurðinn en hann fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla í röð á þriðju og fjórðu holu. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Martin Flores og Angel Cabrera deila forystusætinu á Wells Fargo meistaramótinu sem fram fer á Quail Hollow vellinum í Norður-Karólínu þegar að mótið er hálfnað. Eftir tvo hringi eru þeir báðir á níu höggum undir pari en í þriðja sæti á átta höggum undir pari er US Open meistarinn Justin Rose. Bandaríkjamennirnir J.B. Holmes og Shawn Stefani koma næstir og eru jafnir í fjórða sæti á sjö höggum undir pari. Tvö stærstu nöfnin í mótinu, Phil Michelson og Rory McIlroy áttu alls ekki góðu gengi að fagna á öðrum hring eftir að hafa byrjað mótið vel. Mickelson lék fyrsta hring á fimm höggum undir pari en kom inn á 75 höggum á þeim öðrum, þremur höggum yfir pari og er jafn í 30. sæti á tveimur höggum undir pari. McIlroy lék á 76 höggum í gær og rétt komst í gegn um niðurskurðinn en hann fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla í röð á þriðju og fjórðu holu. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira