Forstjóraskipti hjá Ford Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2014 10:00 Alan Mulally, William Clay Ford Jr. og Mark Fields. Hinn þekkti forstjóri bílaframleiðandans Ford, Alan Mulally, mun stíga úr stól sínum þann 1. júlí í sumar. Við starfi hans mun taka hinn 53 ára gamli Mark Fields, en hann hefur í stjórnendateymi Ford í nokkrun tíma. Brotthvarf Mulally markar mikil þáttaskil hjá Ford. Mulally tók við forstjórastól Ford árið 2006, en þá var Ford í slæmum málum og var rekið með miklu tapi. Dágóðan tíma tók það Mulally að rétta skútu Ford við, en fyrirtækið tapaði 30,1 milljarði dollara árin 2006 til 2008. Mulally tókst hinsvegar að snúa fyrirtækinu úr taprekstri í hagnað og á síðustu 5 árum hefur Ford hagnast um 42,3 milljarða dollara. Mulally er orðinn 68 ára og hann hafði margsinnis lýst því yfir að hann hyggðist gegna starfi forstjóra út þetta ár. Því kemur það nú á óvart að hann ætli að stíga til hliðar. Búist er við því að Mulally verði boðin staða í stjórn Ford. Miklar getgátur hafa verið um það síðustu misseri að Mulally hafi ætlað að taka við forstjórastól Microsoft, en af því virðist ekki ætla að verða og gaf Mulally það skýrt í ljós síðastliðinn janúar. Nýi forstjórinn, Mark Fields, hefur starfað hjá Ford í 25 ár. Þegar hann var 39 ára árið 2000 var hann skipaður forstjóri Mazda, sem Ford átti þá ráðandi hlut í. Honum tókst að snúa rekstri Mazda úr tapi í hagnað og verk hans hingað til hafa verið mjög farsæl. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður
Hinn þekkti forstjóri bílaframleiðandans Ford, Alan Mulally, mun stíga úr stól sínum þann 1. júlí í sumar. Við starfi hans mun taka hinn 53 ára gamli Mark Fields, en hann hefur í stjórnendateymi Ford í nokkrun tíma. Brotthvarf Mulally markar mikil þáttaskil hjá Ford. Mulally tók við forstjórastól Ford árið 2006, en þá var Ford í slæmum málum og var rekið með miklu tapi. Dágóðan tíma tók það Mulally að rétta skútu Ford við, en fyrirtækið tapaði 30,1 milljarði dollara árin 2006 til 2008. Mulally tókst hinsvegar að snúa fyrirtækinu úr taprekstri í hagnað og á síðustu 5 árum hefur Ford hagnast um 42,3 milljarða dollara. Mulally er orðinn 68 ára og hann hafði margsinnis lýst því yfir að hann hyggðist gegna starfi forstjóra út þetta ár. Því kemur það nú á óvart að hann ætli að stíga til hliðar. Búist er við því að Mulally verði boðin staða í stjórn Ford. Miklar getgátur hafa verið um það síðustu misseri að Mulally hafi ætlað að taka við forstjórastól Microsoft, en af því virðist ekki ætla að verða og gaf Mulally það skýrt í ljós síðastliðinn janúar. Nýi forstjórinn, Mark Fields, hefur starfað hjá Ford í 25 ár. Þegar hann var 39 ára árið 2000 var hann skipaður forstjóri Mazda, sem Ford átti þá ráðandi hlut í. Honum tókst að snúa rekstri Mazda úr tapi í hagnað og verk hans hingað til hafa verið mjög farsæl.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður