Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaun Reykjavíkurborgar Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2014 16:00 Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaunin í Höfða rétt í þessu. Vísir/Pjetur/GVA Andri Snær Magnason veitti í dag viðtöku barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Tímakistan. Bókin var hlutskörpust í flokki frumsamdra barnabóka en hún hlaut einnig íslensku bókmenntaverðlaunin nú í janúar í flokki barna- og unglingabóka. Bókin Veiða vind í þýðingu Þórarins Eldjárn var svo valin best þýdda barnabókin. Bókin er upphaflega á færeysku og er eftir þau Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk. Þetta er í þriðja sinn sem Þórarinn fær þýðingarverðlaunin en hann hefur tvisvar fengið verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhentu barnabókaverðlaunin í Höfða nú síðdegis við hátíðlega athöfn. Í tilkynningu segir að Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs þjóni þeim tilgangi að vekja athygli á gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi og á metnaðarfullri útgáfu barnabóka. Dómnefnd var skipuð þeim Margréti Kristínu Blöndal, Mörtu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Höllu Sveinsdóttur. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Andri Snær Magnason veitti í dag viðtöku barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Tímakistan. Bókin var hlutskörpust í flokki frumsamdra barnabóka en hún hlaut einnig íslensku bókmenntaverðlaunin nú í janúar í flokki barna- og unglingabóka. Bókin Veiða vind í þýðingu Þórarins Eldjárn var svo valin best þýdda barnabókin. Bókin er upphaflega á færeysku og er eftir þau Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk. Þetta er í þriðja sinn sem Þórarinn fær þýðingarverðlaunin en hann hefur tvisvar fengið verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhentu barnabókaverðlaunin í Höfða nú síðdegis við hátíðlega athöfn. Í tilkynningu segir að Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs þjóni þeim tilgangi að vekja athygli á gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi og á metnaðarfullri útgáfu barnabóka. Dómnefnd var skipuð þeim Margréti Kristínu Blöndal, Mörtu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Höllu Sveinsdóttur.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira