Það var því mikið gæfuspor að sjónvarpsstöðin Bravó hafi náð að sýna um hann þátt í þáttaseríunni Lés Freres Stefson áður en stöðinni verður lokað, en eins og kunnugt er var öllu starfsfólki þar sagt upp fyrir skömmu og vinnur nú bara á uppsagnafresti.
Stjórnandi þáttarins er Unnsteinn Manuel og tekst honum einkar vel að fá Högna til þess að opna sig sem gerir þáttinn sérlega skemmtilegan.
Eitt atriði í þættinum er þó öðrum betra. Þar fer Högni yfir tónsmíðar sínar og gefur Unnsteini nokkur dæmi um snilld sína þar sem hann situr við píanóið.
Senan minnir reyndar skuggalega mikið á atriði úr kvikmyndinni um hljómsveitina Spinal Tap frá árinu 1984. En þá var gítarleikari þeirrar sveitar, Nigel Tufnel, í svipuðum stellingum, sveipaður dulúð og hæfileikum, rétt eins og Högni.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Runólfsson hefur einmitt setta þetta í samhengi í nýju myndbroti sem hægt er að sjá hér að neðan.