Hamilton verður nær ósigrandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2014 19:30 Lewis Hamilton byrjar tímabilið frábærlega. Vísir/Getty Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár. Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 til þessa hefur nánast snúist um einn mann, Lewis Hamilton á Mercedes. Bretinn er búnin að vinna fjórar keppnir í röð og er með mikla forystu í stigakeppni ökuþóra. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hamilton verði heimsmeistari í annað sinn í haust en hann fagnaði sigri í Formúlu 1 sem ökumaður McLaren árið 2008. „Fram að þessu tímabili virtist Hamilton alltaf geta misst einbeitinguna hvenær sem var,“ segir DamonHill, samlandi Hamiltons, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996. „Hann virðist miklu einbeittari núna. Ég held hann sé ekki enn kominn almennilega í gang einu sinni. Hamilton getur enn skipt upp um gír og verið enn betri. Hann verður nær ósigrandi þegar fram líða stundir á tímabilinu,“ segir Damon Hill. Hamilton byrjaði tímabilið ekki vel en hann kláraði ekki fyrstu keppnina í Ástralíu vegna vélabilunar. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg, kom þar í mark sem sigurvegari. Nú er Hamilton búinn að vinna fjórar keppnir í röð enda lítur hann ekki bara vel út í brautinni heldur líka Mercedes-bíllinn sem er sá langbesti í Formúlunni í ár.
Formúla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira