Sveitin verður aðalnúmerið á British Summer Time hátíðinni í London þann 4. júlí, ásamt goðsagnakenndum sveitum á borð við Soundgarden, Faith No More og Motörhead, ásamt fleirum.
Iommi sagði í samtali við Metal Hammer tímartitið, að hljómsveitin hafi ekki í hyggju að spila á fleiri tónleikum eftir þessa stórkostlegu hátíð. Þá spilar slæm heilsa einnig inn í hjá meðlimum sveitarinnar.
Black Sabbath eru nú á tónleikaferðalagi að kynna nýjustu plötu sína sem ber nafnið, 13.