Skoða þarf skólamálin á Akranesi Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 14:22 Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Stóru málin heimsóttu Borgarbyggð og Akranes á ferð sinni um Vesturland í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Borgnesingar vilja fegra bæinn sinn, hafa áhyggjur af atvinnumálum og vilja fá stóran vinnustað í bæinn. Á meðal stóru málanna hjá Skagamönnum eru skólamálin, staða bæjarsjóðs og svo þarf að ákveða hvað á að gera við sementsverksmiðjureitinn. Heimir Már Pétursson ræddi við íbúa í sveitarfélaginu, þar sem Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bjóða fram. Heimir Már kom því næst við á Akranesi og leit fyrst við hjá apótekaranum Ólafi Adólfssyni, sem leiðir lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann sagði stóru málin vera stöðu bæjarsjóðs sem og rekstur hans. Atvinnumál og skólamál sagði hann að yrðu einnig hátt á lista. Ingibjörg Pálmadóttir oddviti framsóknarmanna á Akranesi tók á móti Heimi Má á kosningasrifstofu Framsóknarflokksins á Akranesi. Hún sagði frá því af hverju hún væri að kasta sér aftur út í stjórnmálin. Hún segir möguleikana í samfélaginu vera ótrúlega. Nefndi hún einnig Sementsreitinn svokallaða, en allir frambjóðendur tóku fram að þar yrði bærinn að vanda sig í skipulagsmálum. Heimir Már ræddi einnig við Ingibjörgu Valdimarsdóttur oddvita Samfylkingarinnar. Hún segist vilja halda áfram að halda vel að fjölskyldufólki, stuðla að stofnun leigusamtaka og fara í viðhald á götum og stofnæðum bæjarins. Björt framtíð fer fram í fyrsta sinn á Akranesi, en Heimir Már ræddi við Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur, oddvita, um framboðið. Hún segir ýmis viðhaldsverkefni bíða eftir að tekið sé til hendinni. Þröstur Þór Ólafsson, oddviti Vinstri grænna, að þrátt fyrir að bæjarfélagið sýni mjög bætta afkomu, megi ekki slaka á í því. Hann segir ferðamenn hafa farið fram hjá Akranesi og það sé vonandi að breytast. Oddvitarnir allir voru sammála um að skoða þyrfti stöðu skólamála á Akranesi.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Stóru málin Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira