Vigdísi sagt að þegja á þingi og hún kölluð „leiðinda friðarspillir“ Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2014 08:00 „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust.“ Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna brást ókvæða við frammíköllum Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins á þingi seint í gærkvöldi. Hann var í miðri ræðu og var að tala um að hann og hans kynslóð hafi brugðist og nú eigi að senda reikninginn inn í framtíðina. Þá kallaði Vigdís: „Landsbankabréfin!“ Steingrímur brást illa við þessari glósu: „Þegiðu, háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir. Nú ætla ég að leyfa mér að segja þetta, forseti. Það er nóg komið að hafa þennan leiðinda friðarspillir gjammandi þetta endalaust. Það er aldrei hægt að tala á alvarlegum nótum um nokkurn skapaðan hlut...“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis greip inní með bjöllu sinni og orðunum: „Ég ætla engu að síður að biðja háttvirtan þingmann að gæta orða sinna.“ Steingrímur var hins vegar orðinn úrillur og svaraði af bragði: „Forseti ætti þá kannski ekki að sofa þarna og líða það að ræðumenn séu truflaðir með þessum hætti.“ Einar K. Guðfinnsson sagðist þá fylgjast vel með gangi mála. Vigdís tjáði sig um málið á Facebooksíðu sinni nú í morgun og skrifar: „- sumir eru heilagri en aðrir - lykilorðið er "Landsbankabréfið" - þá verður SJS æfur !!! Rifja upp þegar hann kallaði Geir Haarde gungu og druslu - gekk að honum og gaf honum bilmingshögg í öxlina ...“ Þingmenn funduðu uns klukkan var farin að ganga tvö í nótt. Mesta púðrið fór í að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þeirri umræðu var frestað um klukkan hálfeitt og þá var farið í nokkur minni mál en skammur tími er nú til stefnu uns Alþingi fer í sumarfrí.Frammíkall Vigdísar og viðbrögð Steingríms má sjá þegar 55 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira