Kylfuberi lést á miðjum hring á Evrópumótaröðinni 13. maí 2014 21:13 Keppendur minntust McGregor með mínútu þögn. Getty Á meðan að Jordan Spieth, Martin Kaymer og fleiri þekkt nöfn háðu spennandi baráttu um sigurinn á Players meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi var ekki alveg jafn bjart yfir Madeira meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni og fór fram á sama tíma. Þar gerðist sá hræðilegi atburður að kylfuberinn Ian McGregor lést úr hjartaáfalli á níundu holu á Santo da Serra vellinum en hann starfaði fyrir skoska kylfinginn Alastair Forsyth. Hlé var gert á mótinu eftir atvikið sem gerðist á lokahringnum en McGregor var 52 ára gamall og var frá Zimbabwe. Evrópumótaröðin gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem tilkynnt var um andlát hans og aðstandendum sendar samúðarkveðjur, í henni kemur einnig fram að fundað hafi verið með þátttakendum um framhaldið og ákveðið hafi verið að klára mótið. Alastair Forsyth sýndi gríðarlegan andlegan styrk til þess að klára hringinn en spurður af fréttamönnum hvernig hann fór að því að halda áfram eftir jafn hræðilegan atburð þá svaraði hann einfaldlega, „Ian hefði viljað að ég kláraði. Hann var frábær kylfuberi og enn betri maður, það á eftir að verða erfitt að komast yfir þetta.“ Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Á meðan að Jordan Spieth, Martin Kaymer og fleiri þekkt nöfn háðu spennandi baráttu um sigurinn á Players meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi var ekki alveg jafn bjart yfir Madeira meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni og fór fram á sama tíma. Þar gerðist sá hræðilegi atburður að kylfuberinn Ian McGregor lést úr hjartaáfalli á níundu holu á Santo da Serra vellinum en hann starfaði fyrir skoska kylfinginn Alastair Forsyth. Hlé var gert á mótinu eftir atvikið sem gerðist á lokahringnum en McGregor var 52 ára gamall og var frá Zimbabwe. Evrópumótaröðin gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem tilkynnt var um andlát hans og aðstandendum sendar samúðarkveðjur, í henni kemur einnig fram að fundað hafi verið með þátttakendum um framhaldið og ákveðið hafi verið að klára mótið. Alastair Forsyth sýndi gríðarlegan andlegan styrk til þess að klára hringinn en spurður af fréttamönnum hvernig hann fór að því að halda áfram eftir jafn hræðilegan atburð þá svaraði hann einfaldlega, „Ian hefði viljað að ég kláraði. Hann var frábær kylfuberi og enn betri maður, það á eftir að verða erfitt að komast yfir þetta.“
Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira