Bjartri framtíð gert að stöðva uppsetningu merkinga á Akureyri 12. maí 2014 14:43 Hálfkláraðar merkingar Bjartrar framtíðar á Glerárgötu á Akureyri. MYND / Auðunn Níelsson Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, stöðvaði uppsetningu auglýsingaskilta Bjartrar framtíðar í gluggum við Glerárgötu á Akureyri í lok síðustu viku. Bar skipulagsstjóri fyrir sig skiltareglugerð og telur hann að uppsetning auglýsinganna brjóti í bága við þá reglugerð sem er í gildi í bænum. Björt framtíð er í óðaönn að gera kosningaskrifstofu sína klára á Glerárgötu á Akureyri og ætlar sér að vera með alls kyns starfssemi í húsinu fram að kosningum. Á fimmtudaginn síðasta var verið að setja upp auglýsingar á húsinu þegar skipulagsstjóri kom að og stöðvaði uppsetningu merkinganna, samkvæmt heimildum Vísis. Preben Pétursson, einn af stofnendum BF á Akureyri telur skrýtið að Bjartri framtíð hafi verið gert skylt að stöðva uppsetningu merkinga einum flokka. „Okkur finnst við ekki hafa farið út fyrir þann ramma sem settur er. Ég held svo sem að skipulagsstjóri sé bara að vinna sína vinnu, hann óskar eftir því að fá að vita hvað við erum að fara að auglýsa“. Önnur framboð í bænum eru fyrir margt löngu búin að setja upp merkingar í gluggum sinna kosningaskrifstofa. Þau framboð voru ekki stöðvuð við uppsetningu og ekkert sett út á merkingar þeirra meðan á þeim framkvæmdum stóð.Horft hefur verið framhjá þessari reglugerð hin síðari ár þegar kosningabarátta er annars vegar samkvæmt heimildum Vísis. Vitað er að þetta er tímabundin aðgerð stjórnmálaflokka og hreyfinga til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga. Nú er hins vegar nýtt hljóð í strokknum og þurftu framboðin í lok síðustu viku að senda myndir af merkingum sínum og þar til bær gögn til skipulagsdeildar til að fá samþykki merkinga sinna. Fundur verður haldinn í skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem farið verður yfir merkingar framboðanna. Þar munu pólitískir fulltrúar taka afstöðu um merkingar framboða í bænum. Ekki náðist í Pétur Bolla Jóhannesson, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, stöðvaði uppsetningu auglýsingaskilta Bjartrar framtíðar í gluggum við Glerárgötu á Akureyri í lok síðustu viku. Bar skipulagsstjóri fyrir sig skiltareglugerð og telur hann að uppsetning auglýsinganna brjóti í bága við þá reglugerð sem er í gildi í bænum. Björt framtíð er í óðaönn að gera kosningaskrifstofu sína klára á Glerárgötu á Akureyri og ætlar sér að vera með alls kyns starfssemi í húsinu fram að kosningum. Á fimmtudaginn síðasta var verið að setja upp auglýsingar á húsinu þegar skipulagsstjóri kom að og stöðvaði uppsetningu merkinganna, samkvæmt heimildum Vísis. Preben Pétursson, einn af stofnendum BF á Akureyri telur skrýtið að Bjartri framtíð hafi verið gert skylt að stöðva uppsetningu merkinga einum flokka. „Okkur finnst við ekki hafa farið út fyrir þann ramma sem settur er. Ég held svo sem að skipulagsstjóri sé bara að vinna sína vinnu, hann óskar eftir því að fá að vita hvað við erum að fara að auglýsa“. Önnur framboð í bænum eru fyrir margt löngu búin að setja upp merkingar í gluggum sinna kosningaskrifstofa. Þau framboð voru ekki stöðvuð við uppsetningu og ekkert sett út á merkingar þeirra meðan á þeim framkvæmdum stóð.Horft hefur verið framhjá þessari reglugerð hin síðari ár þegar kosningabarátta er annars vegar samkvæmt heimildum Vísis. Vitað er að þetta er tímabundin aðgerð stjórnmálaflokka og hreyfinga til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga. Nú er hins vegar nýtt hljóð í strokknum og þurftu framboðin í lok síðustu viku að senda myndir af merkingum sínum og þar til bær gögn til skipulagsdeildar til að fá samþykki merkinga sinna. Fundur verður haldinn í skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem farið verður yfir merkingar framboðanna. Þar munu pólitískir fulltrúar taka afstöðu um merkingar framboða í bænum. Ekki náðist í Pétur Bolla Jóhannesson, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira