Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2014 14:38 Fyrsti laxinn í Kjósinni sást í Laxfossi í morgun Mynd: www.hreggnasi.is Það skal tíðindum sæta að fá fréttir af fyrstu löxunum í byrjun maí en það er staðfest að í dag dag mættu þeir fyrstu í Laxá í Kjós.Samkvæmt leigutakanum Hreggnasa voru feðgarnir Ólafur Helgi Ólafsson og Ólafur Þór Ólafsson frá Valdastöðum sem tilkynntu fyrstu laxaferðirnar þetta sumarið. Laxinn sást í Laxfossi og var þar óumdeilanlega á ferðinni 10-12 punda nýrenningur. Hvað þetta þýðir fyrir veiðina í sumar er óvíst en ef laxinn verður snemma á ferðinni er yfirleitt talið að ástandið í sjónum hafi verið gott, fiskurinn í nægu góðu æti og sjávarhitinn yfir meðallagi. Við þessi skilyrði stækkar fiskurinn hratt og er því snöggur að leita upp í ánna sína þegar hann er tilbúinn til þess. Það styttist í að laxveiðitímabilið hefjist og miðað við þessa frétt má reikna með að veiðimenn verði duglegri að kíkja í árnar sínar og leita að laxi sem gæti verið mættur töluvert á undan áætlun. Stangveiði Mest lesið Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði 29 laxa holl í Vatnsdalsá með 101 sm lax Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði
Það skal tíðindum sæta að fá fréttir af fyrstu löxunum í byrjun maí en það er staðfest að í dag dag mættu þeir fyrstu í Laxá í Kjós.Samkvæmt leigutakanum Hreggnasa voru feðgarnir Ólafur Helgi Ólafsson og Ólafur Þór Ólafsson frá Valdastöðum sem tilkynntu fyrstu laxaferðirnar þetta sumarið. Laxinn sást í Laxfossi og var þar óumdeilanlega á ferðinni 10-12 punda nýrenningur. Hvað þetta þýðir fyrir veiðina í sumar er óvíst en ef laxinn verður snemma á ferðinni er yfirleitt talið að ástandið í sjónum hafi verið gott, fiskurinn í nægu góðu æti og sjávarhitinn yfir meðallagi. Við þessi skilyrði stækkar fiskurinn hratt og er því snöggur að leita upp í ánna sína þegar hann er tilbúinn til þess. Það styttist í að laxveiðitímabilið hefjist og miðað við þessa frétt má reikna með að veiðimenn verði duglegri að kíkja í árnar sínar og leita að laxi sem gæti verið mættur töluvert á undan áætlun.
Stangveiði Mest lesið Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði Líklega fyrsti lax sumarsins Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði 29 laxa holl í Vatnsdalsá með 101 sm lax Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði