Áhorfendur standa á brettum í Úlfarsárdal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2014 11:06 Vísir/Pjetur Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40