Volkswagen íhugar fjöldaframleiðslu Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 10:00 Volksdwagen Golf R 400 á bílasýningunni í Peking, þar sem hann var fyrst sýndur. Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent
Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent