Rosberg á ráspól í Mónakó 24. maí 2014 13:05 Rosberg hafi betur gegn liðsfélaga sínum í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. Dekkin sem notuð eru um helgina eru mjúk og ofur mjúk dekk. Ofur mjúku dekkin skila um 1,4 sekúndum hraðari tíma á hverjum hring.Marcus Ericcson á Caterham og Felipe Massa á Williams lentu saman þegar Ericsson var að reyna að koma sér upp í 16 efstu sætin. Massa datt út úr tímatökunni vegna þess að hann komst ekki á þjónustusvæðið undir eigin afli. Eftir fyrsta hluta tímatökunnar sátu sex hægustu ökumennirnir eftir. Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber, Jules Bianchi og Max Chilton á Marussia og Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham.Massa átti ekki góðan dag.Vísir/GettyÍ öðrum hluta duttu sex hægustu ökumennirnir út. Fyrstur til að detta út þar var Felipe Massa á Williams, enda mátti hann ekki taka þátt. Nico Hulkenberg á Force India, Jenson Button á McLaren, Valtteri Bottas á Williams, Romain Grosjean og Pastor Maldonado á Lotus duttu út í öðrum hluta. Í þriðja hlutanum gerði Rosberg mistök sem gerðu það að verkum að gulum flöggum var veifað. Þá þurftu allir sem á eftir komu að hægja á sér og þá missti Hamilton af tækifærinu til að bæta tíma Rosberg. Lesa má úr viðbrögðum Hamilton eftir tímatökuna að hann telji hugsanlegt að Rosberg hafi gert viljandi mistök. „Þetta var allt í lagi,“ sagði Hamilton þegar hann var spurður um tímatökuna. „Hver veit,“ sagði hann, spurður hvort Rosberg hafi gert þetta viljandi, svo bætti hann við „ég er ekki að segja það.“ Greinilega andar köldu milli Mercedes ökumannanna. „Ég hélt að þetta væri búið eftir þessi mistök, brautin myndi batna og einhver annar myndi ná ráspól,“ sagði Rosberg. Búast má við hörku slag í keppninni á morgun.Ricciardo heldur áfram að vera bestur af restinni á eftir Mercedes mönnum.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Daniel Ricciardo - Red Bull 4.Sebastian Vettel - Red Bull 5.Fernando Alonso - Ferrari 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Daniil Kvyat - Toro Rosso 10.Sergio Perez - Force India 11.Nico Hulkenberg - Force India 12.Jenson Button - McLaren 13.Valtteri Bottas - Williams 14.Romain Grosjean - Lotus 15.Pastor Maldonado - Lotus 16.Felipe Massa - Williams 17.Esteban Gutierrez - Sauber 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Max Chilton - Marussia 21.Kamui Kobayashi - Caterham 22.Marcus Ericsson - Caterham Keppnin er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 11:30 á morgun. Formúla Tengdar fréttir Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56 Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36 Lotus trúir að bíllinn henti í Mónakó Lotus liðið stefnir á enn eitt framfarastökkið í viðbót í Mónakó um helgina. Eftir að Romain Grosjean náði í fyrstu stig liðsins á tímabilinu í Barcelona. Liðið er bjartsýnt á enn betri árangur í Mónakó. 19. maí 2014 21:28 Rosberg þarf betri ræsingar Nico Rosberg ætlar sér að stöðva sigurgöngu liðsfélaga síns hjá Mercedes, Lewis Hamilton í Mónakókappakstrinum næstu helgi. Rosberg segir að betri ræsingar séu lykilatriði ef það á að gerast. 17. maí 2014 22:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nico Rosberg náði ráspól í mikilvægustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji. Brautin í Mónakó er mjög þröng og því erfitt að taka framúr. Þess vegna skiptir tímatakn í Mónakó meira máli en aðrar tímatökur. Dekkin sem notuð eru um helgina eru mjúk og ofur mjúk dekk. Ofur mjúku dekkin skila um 1,4 sekúndum hraðari tíma á hverjum hring.Marcus Ericcson á Caterham og Felipe Massa á Williams lentu saman þegar Ericsson var að reyna að koma sér upp í 16 efstu sætin. Massa datt út úr tímatökunni vegna þess að hann komst ekki á þjónustusvæðið undir eigin afli. Eftir fyrsta hluta tímatökunnar sátu sex hægustu ökumennirnir eftir. Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber, Jules Bianchi og Max Chilton á Marussia og Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham.Massa átti ekki góðan dag.Vísir/GettyÍ öðrum hluta duttu sex hægustu ökumennirnir út. Fyrstur til að detta út þar var Felipe Massa á Williams, enda mátti hann ekki taka þátt. Nico Hulkenberg á Force India, Jenson Button á McLaren, Valtteri Bottas á Williams, Romain Grosjean og Pastor Maldonado á Lotus duttu út í öðrum hluta. Í þriðja hlutanum gerði Rosberg mistök sem gerðu það að verkum að gulum flöggum var veifað. Þá þurftu allir sem á eftir komu að hægja á sér og þá missti Hamilton af tækifærinu til að bæta tíma Rosberg. Lesa má úr viðbrögðum Hamilton eftir tímatökuna að hann telji hugsanlegt að Rosberg hafi gert viljandi mistök. „Þetta var allt í lagi,“ sagði Hamilton þegar hann var spurður um tímatökuna. „Hver veit,“ sagði hann, spurður hvort Rosberg hafi gert þetta viljandi, svo bætti hann við „ég er ekki að segja það.“ Greinilega andar köldu milli Mercedes ökumannanna. „Ég hélt að þetta væri búið eftir þessi mistök, brautin myndi batna og einhver annar myndi ná ráspól,“ sagði Rosberg. Búast má við hörku slag í keppninni á morgun.Ricciardo heldur áfram að vera bestur af restinni á eftir Mercedes mönnum.Vísir/GettyNiðurstaða tímatökunnar: 1.Nico Rosberg - Mercedes 2.Lewis Hamilton - Mercedes 3.Daniel Ricciardo - Red Bull 4.Sebastian Vettel - Red Bull 5.Fernando Alonso - Ferrari 6.Kimi Raikkonen - Ferrari 7.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 8.Kevin Magnussen - McLaren 9.Daniil Kvyat - Toro Rosso 10.Sergio Perez - Force India 11.Nico Hulkenberg - Force India 12.Jenson Button - McLaren 13.Valtteri Bottas - Williams 14.Romain Grosjean - Lotus 15.Pastor Maldonado - Lotus 16.Felipe Massa - Williams 17.Esteban Gutierrez - Sauber 18.Adrian Sutil - Sauber 19.Jules Bianchi - Marussia 20.Max Chilton - Marussia 21.Kamui Kobayashi - Caterham 22.Marcus Ericsson - Caterham Keppnin er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 11:30 á morgun.
Formúla Tengdar fréttir Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56 Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36 Lotus trúir að bíllinn henti í Mónakó Lotus liðið stefnir á enn eitt framfarastökkið í viðbót í Mónakó um helgina. Eftir að Romain Grosjean náði í fyrstu stig liðsins á tímabilinu í Barcelona. Liðið er bjartsýnt á enn betri árangur í Mónakó. 19. maí 2014 21:28 Rosberg þarf betri ræsingar Nico Rosberg ætlar sér að stöðva sigurgöngu liðsfélaga síns hjá Mercedes, Lewis Hamilton í Mónakókappakstrinum næstu helgi. Rosberg segir að betri ræsingar séu lykilatriði ef það á að gerast. 17. maí 2014 22:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Alonso kom á óvart á æfingum í Mónakó Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari kom á óvart á seinni æfingu dagsins í Mónakó og setti besta tímann. Tvær æfingar af þremur fyrir keppni helgarinnar fóru fram í dag. 22. maí 2014 21:56
Vettel: Mercedes hefur meiri yfirburði en Red Bull hafði Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir að Red Bull liðið hafi aldrei haft jafn mikla yfirburði og Mercedes liðið hefur núna. Vettel er fjórfaldur heimsmeistari með Red Bull. 22. maí 2014 00:36
Lotus trúir að bíllinn henti í Mónakó Lotus liðið stefnir á enn eitt framfarastökkið í viðbót í Mónakó um helgina. Eftir að Romain Grosjean náði í fyrstu stig liðsins á tímabilinu í Barcelona. Liðið er bjartsýnt á enn betri árangur í Mónakó. 19. maí 2014 21:28
Rosberg þarf betri ræsingar Nico Rosberg ætlar sér að stöðva sigurgöngu liðsfélaga síns hjá Mercedes, Lewis Hamilton í Mónakókappakstrinum næstu helgi. Rosberg segir að betri ræsingar séu lykilatriði ef það á að gerast. 17. maí 2014 22:00