Tekið á móti 10 - 15 flóttamönnum frá Sýrlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2014 12:21 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. vísir/pjetur Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það gleðiefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi þar sem sérstök áhersla verður lögð á að taka á móti börnum sem hafa slasast eða glíma við önnur veikindi og fjölskyldum þeirra. Um tíu til fimmtán manns munu koma til landsins en ekki hefur verið ákveðið hvar fólkið mun búa. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.En af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Verkefnin á þessu svæðið eru þess eðlis og það hefur verið óskað eftir því , flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkum neyðarkall nýverið um að þau koma til aðstoðar og við ákváðum að vera með og teljum það mjög mikilvægt,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og bætir við: „Við erum að tala um í þessu verkefni 10 til 15 manns, við erum að tala um að fókusera á fjölskyldur með börn, sem hafa orðið fyrir einhverjum sérstökum veikindum eða orðið fyrir slysi vegna þess ástands sem ríkir í landinu. Við teljum heilbrigðiskerfið getað aðstoðað þessi börn og hjálpað þeim, þannig að fókusinn verður á fjölskyldur. Við fáum innan tveggja vikna tillögur frá flóttamannanefndinni um hvernig þau teljast farsælast að gera þetta“. Hanna Birna segir ekki ákveðið hvar fólkið muni búa og ekki hvað móttaka flóttamannanna muni kosta íslenska ríkið. Hún segir málið sérstaklega ánægjulegt. „Já, auðvitað, við búum við mjög gott kerfi, búum við gott heilbrigðiskerfi, heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfi og það er mikilvægt að geta hjálpað, sérstaklega í tilvikum þar sem staðan er svona brýn eins og hún er á þessu svæði,“ sagði Hanna Birna ennfremur.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira