Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Hrund Þórsdóttir skrifar 23. maí 2014 20:00 Í föstudagspistli sínum gerir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ákæru gegn spítalanum og hjúkrunarfræðingi þar, að umfjöllunarefni sínu. Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Síðustu daga hafa Stöð 2 og Vísir fjallað um ákæru gegn Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi þar fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta sinn sem spítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Í pistli sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, birti í dag segir að spítalinn tilkynni sex til tíu alvarleg atvik árlega og sé tilkynningaskyldan ríkari en til að mynda í Noregi. Unnið hafi verið markvisst að bættri öryggismenningu og það að segja frá mistökum eigi að leiða til umbóta en ekki til leitar að sökudólgum. Þar segir einnig: „Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför. Í því ljósi er ofangreind ákæra bæði vonbrigði og vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall.“ „Þetta eru ákveðnar krossgötur, það skal alveg viðurkennt,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Þetta er nýtt tilvik og við þurfum að höndla það sem slíkt.“ Ráðherra vill ekki tjá sig um hvort atvikið sé afleiðing aðstæðna á spítalanum eða hvort ákæran varpi ábyrgð sem liggi í það minnsta að einhverju leyti hjá ríkinu yfir á starfsmanninn, en segir málið beina sjónum að því hvernig sjúklingar verði best varðir. „Það hefur verið rekin sú stefna af hálfu Landspítalans að draga fram öll þau atvik sem flokkast undir mistök og við eigum auðvitað að leggja Landspítalanum lið í því, almenningur og heilbrigðisyfirvöld,“ segir Kristján. En segir sig ekki sjálft að þetta mun hræða fólk frá því að viðurkenna mistök? „Ég vona að svo verði ekki því það er grundvallaratiði í heilbrigðisþjónustunni að mistök sem kunna að verða séu nýtt til að draga af þeim lærdóm.“ Forstjóri Landspítalans segir að ákæran sé áfall í vegferðinni að öruggum spítala. Tekur þú undir þær áhyggjur? „Það kann vel að vera að þetta hnykki aðeins við fólki en ég vona að það verði frekar hvatning til að gera enn betur, því inni á Landspítalanum eins og í allri heilbrigðisþjónustu Íslendinga eru unnin afrek á hverjum einasta degi.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna Hjúkrunarráð Landspítalans hefur ítrekað bent á að of mikið álag sé á spítalann 22. maí 2014 13:28
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00