Grafa græðlingar undan Samfylkingunni í Sandgerði? Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 13:41 Ólafur Þór Ólafsson er oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði VISIR/HREINN Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um dreifingu Samfylkingarinnar í Sandgerði á birkigræðlingum til íbúa bæjarins. Græðlingarnir fylgdu með stefnuskrá flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem frambjóðendur hafa gengið með í hús á undanförnum dögum. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, sem rekur Gróðrastöðina Glitbrá í bænum, setti inn harðorða Facebook-færslu í gær þar sem hún gagnrýndi aðstandendur dreifingarinnar fyrir að hafa ekki verslað græðlingana í heimabyggð. Tóku margir íbúar bæjarins í sama streng og hófust miklar umræður við færsluna. Sáu aðstandendur framboðsins í Sandgerði sér þann einn kost vænstan að senda út tilkynningu þess efnis að flokkurinn hafi ekki verslað græðlingana utanbæjar, honum hafi hlotnast þeir sem styrkur. Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir þetta leiðindamál. „Við dreifðum græðlingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum – og fyrir átta árum líka – til íbúa bæjarins,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Það var nú bara þannig að stuðningsaðili okkar læddi græðlingunum að okkur í þetta skiptið og við vildum leyfa bæjarbúum að njóta þeirra með okkur,“ segir Ólafur og þykir miður að aðstandendum gróðrastöðvarinnar telji hafa farið fram hjá sér. Hann vill ítreka það að Samfylkingin hvetur Sandgerðinga í hvítvetna að versla í heimabyggð. „Þegar þvi verður við komið,“ eins og segir í tilkynningunni. Í kjölfar tilkynningarinnar frá Samfylkingunni hefur Gunnhildur fjarlægt fyrrgreinda Facebook-færslu og beðist afsökunar á fljótfærni sinni á frétta- og upplýsingasíðu Sandgerðinga. Nú eru einungis niu dagar til sveitarstjórnarkosninga og því verður áhugavert að sjá hvort það verða græðlingarnir eða gagnrýnin sem ná að skjóta rótum í Sandgerðisbæ. Fésbókarfærslu S-listans í Sandgerði má sjá hér að neðan. Post by S-listinn í Sandgerði.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira