Útreikningur á líkamsmassastuðli er áreiðanleg vísbending um heildarfitumagnið í líkamanum. Stuðullinn er fyrir karla og konur á öllum aldri en hefur þó ákveðnar takmarkanir. Hann getur til dæmis ofmetið fitumagnið í íþróttamönnum og öðrum sem hafa mikinn vöðvamassa. Á móti getur hann svo vanmetið fitumagnið í eldra fólki og öðrum sem hafa lítinn vöðvamassa. Útreikningar á þessu tagi eru því alltaf til viðmiðunar því margt annað þarf að taka inn í heildarútreikninginn.
Á heimasíðu Matvæla- og næringafræðifélags Íslands má finna sniðuga BMI-stuðuls reiknivél sem reiknar ekki einungis úr líkamsmassastuðulinn heldur einnir grunnkaloríuþörf, hversum mörgum kaloríum þú eyðir með því að skokka 5 kílómetra og hversu marga kílómetra þú þarft að skokka til að eyða 1 kíló af fitu.
