Íslenskur tölvuleikur á Playstation 3 og 4 Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 16:56 Allur leikurinn er handteiknaður. Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar. Leikjavísir Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar.
Leikjavísir Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira