Daniel Ricciardo vann í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. júní 2014 19:47 Daniel Ricciardo ók vel í dag og fangaði sínum fyrsta sigri í Formúlu 1. Vísir/Getty Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Ricciardo varð fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að vinna í ár. Keppnin hófst eins og aðrar á þessu tímabili, Mercedes ökumennirnir byggðu upp forskot sem enginn virtist geta ógnað. Svo komu í ljós bilanir í rafkerfi hjá þeim. Sú bilun leiddi til að Lewis Hamilton hætti keppni. Rosberg tókst að keyra í kringum vandamálið. Massa ók aftan á Sergio Perez á síðasta hring og báðir enduðu á öryggisvegg og keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins. Öryggisbíllinn kom út þegar Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring og lenti á liðsfélaga sínum Jules Bianchi. Marussia liðið sem náði í sín fyrstu stig í síðustu keppni, tóskt ekki að ljúka fyrsta hrignum í Kanada. Öryggisbíllinn kom svo inn aftur á 7. hring.Massa og Perez lentu saman og sluppu með skrekkinn, en hraðinn var mikill og skemmdirnar miklar.Vísir/AFPVandamál Mercedes liðsins hófust á 37. hring. „Ég hef misst aflið, ég hef misst aflið,“ sagði Hamilton í talstöðina. Rosberg staðfesti svo sama vandamál skömmu seinna. Vandamálið var það að kerfið sem aðstoðar við hemlun og breytir þeirri orku sem myndast við hemlun í rafmang til að knýja bílinn, bilaði og hætti því að aðstoða við hemlun. Bremsurnar ofhitnuðu í kjölfarið og það er afar óheppilegt á kappakstursbíl.Felipe Massa varð á 45. hring fyrsti maðurinn fyrir utan Mercedes ökumennina til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Massa þurfti svo að taka annað þjónustuhlé sem olli því að hann tapaði fyrsta sætinu. Mercedes virtist takast að laga bíl Rosberg því hann náði að halda fyrsta sætinu í dágóðan tíma. Hann stóðst þó ekki áhlaup Ricciardo á endasprettinum. „Ótrúleg tilfinning“ sagði Ricciardo um sinn fyrsta sigur. „Þetta var barátta í gegn, ég átti ekki góða ræsingu. Ég reyndi virkilega að berjast við Daniel en ég gat það ekki í lokin,“ sagði Rosberg. „Fyrsti sigur Daniel svo til hamingju með það. Fyrsti sigur fyrir Renault vélar eftir þessar breytingar,“ sagði Vettel.Niðurstaða keppninnar: 1. Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2. Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3. Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig 6. Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7. Valtteri Bottas - Williams - 6 stig 8. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 4 stig 9. Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig 10. Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Felipe Massa - Williams 13. Adrian Sutil - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber Þessir duttu úr keppni: Daniil Kvyat - Toro Rosso Lewis Hamilton - Mercedes Kamui Kobayashi - Caterham Pastor Maldonado - Lotus Marcus Ericsson - Caterham Max Chilton - Marussia Jules Bianchi - Marussia Formúla Tengdar fréttir Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00 Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07 Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45 Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Daniel Ricciardo vann gríðarlega spennandi kappakstur í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. Ricciardo varð fyrsti ökumaðurinn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að vinna í ár. Keppnin hófst eins og aðrar á þessu tímabili, Mercedes ökumennirnir byggðu upp forskot sem enginn virtist geta ógnað. Svo komu í ljós bilanir í rafkerfi hjá þeim. Sú bilun leiddi til að Lewis Hamilton hætti keppni. Rosberg tókst að keyra í kringum vandamálið. Massa ók aftan á Sergio Perez á síðasta hring og báðir enduðu á öryggisvegg og keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins. Öryggisbíllinn kom út þegar Max Chilton missti stjórn á bíl sínum á fyrsta hring og lenti á liðsfélaga sínum Jules Bianchi. Marussia liðið sem náði í sín fyrstu stig í síðustu keppni, tóskt ekki að ljúka fyrsta hrignum í Kanada. Öryggisbíllinn kom svo inn aftur á 7. hring.Massa og Perez lentu saman og sluppu með skrekkinn, en hraðinn var mikill og skemmdirnar miklar.Vísir/AFPVandamál Mercedes liðsins hófust á 37. hring. „Ég hef misst aflið, ég hef misst aflið,“ sagði Hamilton í talstöðina. Rosberg staðfesti svo sama vandamál skömmu seinna. Vandamálið var það að kerfið sem aðstoðar við hemlun og breytir þeirri orku sem myndast við hemlun í rafmang til að knýja bílinn, bilaði og hætti því að aðstoða við hemlun. Bremsurnar ofhitnuðu í kjölfarið og það er afar óheppilegt á kappakstursbíl.Felipe Massa varð á 45. hring fyrsti maðurinn fyrir utan Mercedes ökumennina til að leiða hring í keppni á tímabilinu. Massa þurfti svo að taka annað þjónustuhlé sem olli því að hann tapaði fyrsta sætinu. Mercedes virtist takast að laga bíl Rosberg því hann náði að halda fyrsta sætinu í dágóðan tíma. Hann stóðst þó ekki áhlaup Ricciardo á endasprettinum. „Ótrúleg tilfinning“ sagði Ricciardo um sinn fyrsta sigur. „Þetta var barátta í gegn, ég átti ekki góða ræsingu. Ég reyndi virkilega að berjast við Daniel en ég gat það ekki í lokin,“ sagði Rosberg. „Fyrsti sigur Daniel svo til hamingju með það. Fyrsti sigur fyrir Renault vélar eftir þessar breytingar,“ sagði Vettel.Niðurstaða keppninnar: 1. Daniel Ricciardo - Red Bull - 25 stig 2. Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3. Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig 4. Jenson Button - McLaren - 12 stig 5. Nico Hulkenberg - Force India - 10 stig 6. Fernando Alonso - Ferrari - 8 stig 7. Valtteri Bottas - Williams - 6 stig 8. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 4 stig 9. Kevin Magnussen - McLaren - 2 stig 10. Kimi Raikkonen - Ferrari - 1 stig 11. Sergio Perez - Force India 12. Felipe Massa - Williams 13. Adrian Sutil - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber Þessir duttu úr keppni: Daniil Kvyat - Toro Rosso Lewis Hamilton - Mercedes Kamui Kobayashi - Caterham Pastor Maldonado - Lotus Marcus Ericsson - Caterham Max Chilton - Marussia Jules Bianchi - Marussia
Formúla Tengdar fréttir Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00 Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07 Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45 Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mercedes á meira inni Sam Bird, fyrrverandi þróunarökumaður Mercedes liðsins í Formúlu 1, telur að liðið eigi enn eftir að sýna fulla hæfni W05 bílsins. 5. júní 2014 19:00
Rosberg á ráspól í Kanada Mercedes menn halda áfram að drottna í Formúlu 1. Nico Rosberg hafði betur gegn liðsfélaga sínum Lewis Hamilton hjá Mercedes í tímatökunni fyrir kanadíska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð þriðji og Williams mennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa fylgdu Vettel fast á eftir. 7. júní 2014 18:07
Alonso og Hamilton fljótastir Tvær æfingar fyrir kanadíska kappaksturinn fóru fram í gær. Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en Lewis Hamilton á Mercedes á þeirri seinni. 7. júní 2014 11:45
Renault loksins með fullt afl í Kanada Franski bílaframleiðandinn telur að vélar sínar séu nú lausar við vandamálin sem hrjáðu þær í byrjun tímabilsins. 4. júní 2014 09:00