Er sykurpúki í þér? Rikka skrifar 6. júní 2014 15:00 Er sykurpúki í þér? Mynd/Getty Hver kannast ekki við þessa óstjórnlegu löngun í eitthvað sætt? Stundum getur maður hreinlega ekki haldið aftur af sér og endar á því að raða upp í sig ósmekklega miklu sælgæti. Stundarsælan hríslast um líkamann og maður er sáttur um sinn en stuttu síðar mætir samviskubitið og í kjölfarið sykurfallið sem kallar á meiri sykur og þar með er maður fallinn í vítahring sykurneyslunnar. Sem betur fer eru þó til nokkur skotheld ráð sem beina þér í rétta átt að sykurminna líferni. Borðaðu hollan og staðgóðan morgunmat Byrjaðu daginn á því að fá þér prótín- og trefjaríkan morgunmat. Rannsóknir sýna að þeir sem að sleppa morgunmatnum eru 5 sinnum líklegri til að vera þéttari í holdum en þeir sem að fá sér staðgóðan morgunverð. Ekki bjóða sykurpúkanum í heimsókn Borðaðu eitthvað hollt og gott reglulega. Vertu til dæmis með ávöxt eða hnetublöndu tiltæka ef að vottur af hungri sækir á. Sykurpúkinn er fljótur að mæta á svæðið ef að blóðsykurinn fellur. Góða nótt og sofðu rótt Hugaðu að góðum svefnvenjum. Þreyttur og svefnvana líkami öskrar á sykur til að halda sér gangandi á annars flokks orku. Ekki liggja fyrir framan sjónvarpið og leka svo þaðan og inn í rúm. Farðu í létta gönguferð fyrir svefninn, andaðu að þér fersku lofti og lestu góða bók áður en þú svífur á vit ævintýranna í draumaheiminum. Segðu já! Byrjaðu hvern morgun á því að hugsa jákvætt til dagsverkanna og sjálfs þíns. Þakkaðu fyrir lífið, fjölskylduna og heilsuna. Rannsóknir sýna að þeir sem að eru meðvitaðri um andlega heilsu neyta hollari fæðu. Heilsa Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið
Hver kannast ekki við þessa óstjórnlegu löngun í eitthvað sætt? Stundum getur maður hreinlega ekki haldið aftur af sér og endar á því að raða upp í sig ósmekklega miklu sælgæti. Stundarsælan hríslast um líkamann og maður er sáttur um sinn en stuttu síðar mætir samviskubitið og í kjölfarið sykurfallið sem kallar á meiri sykur og þar með er maður fallinn í vítahring sykurneyslunnar. Sem betur fer eru þó til nokkur skotheld ráð sem beina þér í rétta átt að sykurminna líferni. Borðaðu hollan og staðgóðan morgunmat Byrjaðu daginn á því að fá þér prótín- og trefjaríkan morgunmat. Rannsóknir sýna að þeir sem að sleppa morgunmatnum eru 5 sinnum líklegri til að vera þéttari í holdum en þeir sem að fá sér staðgóðan morgunverð. Ekki bjóða sykurpúkanum í heimsókn Borðaðu eitthvað hollt og gott reglulega. Vertu til dæmis með ávöxt eða hnetublöndu tiltæka ef að vottur af hungri sækir á. Sykurpúkinn er fljótur að mæta á svæðið ef að blóðsykurinn fellur. Góða nótt og sofðu rótt Hugaðu að góðum svefnvenjum. Þreyttur og svefnvana líkami öskrar á sykur til að halda sér gangandi á annars flokks orku. Ekki liggja fyrir framan sjónvarpið og leka svo þaðan og inn í rúm. Farðu í létta gönguferð fyrir svefninn, andaðu að þér fersku lofti og lestu góða bók áður en þú svífur á vit ævintýranna í draumaheiminum. Segðu já! Byrjaðu hvern morgun á því að hugsa jákvætt til dagsverkanna og sjálfs þíns. Þakkaðu fyrir lífið, fjölskylduna og heilsuna. Rannsóknir sýna að þeir sem að eru meðvitaðri um andlega heilsu neyta hollari fæðu.
Heilsa Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið