Hideki Matsuyama marði sigur á Memorial 1. júní 2014 22:51 Matsuyama fagnar sigrinum ásamt kylfusveini sínum. AP/Getty Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira